Fyrsta stopp þessarar ferðar er á Þingvöllum, þar sem Evrasíu- og Norður-Ameríkuflekarnir mætast innan um stórbrotið andslag. Næst er farið á jarðhitasvæðið í Haukadal þar sem Geysi er að finna. Ef heppnin er með má kannski sjá þennan kraftmikla goshver gjósa. Ef ekki má alltaf fylgjast með Strokki í staðinn – strókurinn úr þessum virka goshver nær 30 metra hæð þegar hann gýs um tíu sinnum á klukkustund.
Áður en haldið er aftur um borð í rútuna gefst tími til að kaupa hádegisverð. Næstur á dagskrá er Gullfoss, þar sem Hvítá fellur með ógnarlátum 32 metra fram af tveimur klettasyllum niður í gljúfrið fyrir neðan.
Næsta stopp ferðarinnar er Kerið, skærblátt vatn sem situr niðri í bröttum, rauðum gíg. Eftir viðburðaríkan dag úti í íslenskri náttúru er fullkomið að slappa af í jarðhitalaugum Bláa lónsins áður en haldið er aftur til Reykjavíkur.
Kostir við staðinn
- Ferðamannaleiðin um gullna hringinn og tveir aðrir ferðamannastaðir
- Ferð í smárútu og allir aðgöngumiðar
- 2 klst. afslöppun í Bláa lóninu
Þetta er innifalið
- Leiðsögn
- Þátttakendur sóttir
- Aðgangur
- WiFi í rútunni
Þetta er ekki innifalið
- Hádegisverður
Tungumál leiðsögumanns
Aukaupplýsingar
Börn þurfa að vera að minnsta kosti fimm ára til að geta farið í þessa ferð.
Mælt er með þægilegum skóm fyrir göngu og góðum gönguskóm.
Mælt er með hlýjum, vind- og vatnsheldum fötum.
Vinsamlegast athugið að hádegisverður er ekki innifalinn en stoppað er á stöðum þar sem hægt er að kaupa hádegismat eða snarl.
Mælt er með því fyrir barnshafandi að hafa samráð við lækni áður en farið er í Bláa lónið, þar sem hægt er að vera lengi í heitu jarðhitavatni í heilsulindinni.